Fréttir

/www/wp content/uploads/2018/09/in wilderness

Skapandi skrif ritsmiðja, fyrir 18 ára og eldri

Skaftfell í samstarfi við Bókasafn Seyðisfjarðar kynnir ritsmiðju um skapandi skrif. Leiðbeinandi er Nanna Vibe Spejlborg Juelsbo rithöfundur, blaðamaður og ritstjóri. Nanna hefur rekið Útvarp Seyðisfjörður síðan 2016 og hefur nýlega tekið við sem forstöðumaður Bókasafns Seyðisfjarðar. Í ritsmiðjunni, sem fer miðuð fullorðnum og fer fram á ensku, mun Nanna bjóða upp á tilraunakenndan og ljóðrænan leiðangur um tungumálið. Umgjörð smiðjunnar: Á sex vikna tímabili munu þátttakendur hittast einu sinni í viku og kafa ofan í skapandi skrif. Hver kennslustund mun einblína á sérstakt þema eða viðfangsefni til að kanna innan textamiðilsins, þjálfa mismunandi tækni við flæðiskrif, takmörkuð skrif, persónusköpun […]

Read More

/www/wp content/uploads/2018/09/asl aug leidsogn

Fjölskylduleiðsögn alla laugardaga kl. 15:00 í september

Í september verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn á laugardögum þar sem rýnt verður í verk Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) og Gunnlaugs Scheving (1904-1972) í sýningunni Alls konar landslag. Leiðsögnin fer fram á íslensku og er hluti af BRAS. BRAS, www.bras.is, er haldin í fyrsta skipti í september 2018 og fer fram víðsvegar í fjórðungnum. Hátíðin er samstarfsverkefni Skaftfells, Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, Tónlistarmiðstöðvar Austurlands, Menningarstofu Fjarðabyggðar, Fljótsdalshéraðs, Skólaskrifstofu Austurlands og Austurbrúar. Hluti hátíðarinnar sem öllum er opinn en auk þess er fjöldinn allur af listasmiðjum og viðburðum í boði allan september í skólum á Austurlandi.