Haldin verður barnamenningarhátíð í fyrsta skipti á Austurlandi núna í september. Hátíðin hefur fengið nafnið BRAS og mun fara fram í menningarmiðstöðvunum á Austurlandi. Samband sveitarfélaga á Austurlandi ákvað að leggja fjármagn í barnamenningarhátíð í gegnum fjármagn frá Sóknaráætlun Austurlands. Austurbrú hefur umsjón með verkefninu í samstarfi við Skólaskrifstofu Austurlands og menningarmiðstöðvarnar á Austurlandi; Skaftfell, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs/Sláturhúsið og Tónlistamiðstöð Austurlands. Mikil áhersla hefur verið á auka listir og menningu fyrir börn síðustu ár. Í kjölfar menningarstefnu ríkisins hefur m.a. orðið til verkefnið List fyrir alla. Barnamenningarhátíð er haldin árlega í Reykjavík með miklum ágætum og fleiri sveitarfélög hafa fylgt í […]
Fréttir
Auglýst eftir forstöðumanni
Skaftfell, myndlistarmiðstöð Austurlands, auglýsir eftir einbeittum, sjálfstæðum og drífandi forstöðumanni. Starfsemi Skaftfells er tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi og er þeim markmiðum framfylgt með faglegri sýningardagskrá, rekstri gestavinnustofa og fræðslu fyrir börn og fullorðna í landsfjórðungnum. Við miðstöðina starfa þrír starfsmenn allt árið, auk sumarstarfsmanns. Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri miðstöðvarinnar. Helstu verkefni eru; Umsýsla með fjármálum, samningagerð og almenn stjórnunarstörf. Listræn stefnumótun, áætlanagerð og gerð styrkumsókna. Skipulagning og umsjón með sýningadagskrá og viðburðum, fræðsluverkefnum og starfsemi gestavinnustofa. Þátttaka í alþjóðlegum samstarfsverkefnum. Samstarf við aðrar menningarmiðstöðvar, skólastofnanir og aðra sem vinna að málefnum lista og menningar […]