Fréttir

Vali á gestalistamönnum fyrir 2018 er lokið.

Vali á gestalistamönnum fyrir 2018 er lokið.

Gestavinnustofur Skaftfells eru í fullu fjöri sem aldrei fyrr og vali á gestalistamönnum fyrir 2018 er lokið. Sérstök valnefnd fór yfir umsóknirnar en alls bárust 322 umsóknir, sem er svipaður fjöldi og árið áður. Þar af voru 42 listamönnum, víðsvegar að, boðið bæði sjálfstæða dvöl og þátttaka í þematengdu vinnustofunni Printing Matter. Gestavinnustofunum er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna og heimamanna, veita listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi með óteljandi möguleikum og búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins. Listamennirnir dvelja í fjórum sögulegum húsum á Seyðisfirði, víðsvegar um bæinn, frá einum mánuði […]

Read More

/www/wp content/uploads/2018/02/kth 2018 crop

Karólína Þorsteinsdóttir fallin frá

Einn helsti velunnari Skaftfells, Karólína Þorsteinsdóttir, féll nýlega frá. Karólína starfaði í lengri tíma sem fréttaritari RÚV, Morgunblaðsins og DV. Á þeim vettvangi var hún ötull talsmaður Seyðisfjarðar og landsbyggðarinnar. Karólína spilaði mikilvægt hlutverk í stofnun Skaftfells. Árið 1997 gaf hún, ásamt eiginmanni sínum Garðari Eymundssyni, þá nýstofnuðum Skaftfellshóp fasteignina að Austurvegi 42 með það að markmiði að efla menningarlíf á Seyðisfirði. Stjórn miðstöðvar tók svo til starfa árið 1998 og sýningarsalurinn var formlega vígður ári seinna. Á mótunartímanum voru fyrstu sýningarnar í Skaftfelli: Boekie Woekie árið 1996, Sýning fyrir allt – til heiðurs og minninga um Dieter Roth árið […]

Read More