Skaftfell fagnar 20 ára starfsafmæli á þessu ári og ýmislegt í vinnslu til að fagna áfanganum. T.d. er verið að vinna að útgáfu afmælisrits í samstarfi við Miðstöð menningarfræða, Elfu Hlín Pétursdóttur, með það að leiðarljósi að skjalfesta 20 ára sýningar og menningarsögu Skaftfells. Í útgáfunni verður notast við myndefni, ljósmyndir og útgefið efni tengt sýningum, gestavinnustofum, fræðsluverkefnum og annarri starfsemi Skaftfells þessi tuttugu ár. [box] Af þessu tilefni köllum við eftir gögnum, í hvaða formi sem er, sem tengist miðstöðinni. Ef þú átt sýningarskrá, veggspjald, ljósmyndir o.s.frv. sérstaklega frá fyrstu árunum endilega hafðu samband s: 472 1632, skaftfell@archive.skaftfell.is. [/box]
Fréttir
Printing Matter í annað sinn
Í byrjun febrúar hófst haldið þriggja vikna löng þematengd gestavinnustofa sem nefndist „Printing Matter“. Þetta er í annað sinn sem Skaftfell skipuleggur vinnustofuna þar sem rýnt er í prentaðferðir og bókverkagerð og gerðar tilraunir með þá miðla. Í ár taka þátt sjö starfandi listamenn sem koma víðsvegar að: Ash Kilmartin (NZ), Christiane Bergelt (DE), Gill Partington (UK), Katalin Kuse (DE), Lucia Gašparovičová (SK), Mari Anniina Mathlin (FI), Patrick Blenkarn (CA). Leiðbeinandi er danska listakonan Åse Eg Jörgensen og verður námskeiðið m.a. haldið í Tækniminjasafninu þar sem notast verður við prentbúnað sem safnið hefur að geyma. Í lok vinnustofunnar verður afraksturinn hafður til […]