Á næsta ári fagnar Skaftfell 20 ára starfsafmæli og margt í vinnslu til að fagna áfanganum. M.a er verið að vinna að útgáfu afmælisrits í samstarfi við Miðstöð menningarfræða með það að leiðarljósi að skjalfesta 20 ára sýningar og menningarsögu Skaftfells. Birt verður ágrip af sögu Skaftfells, þessarar einstöku myndlistarstofnunar þar sem samtímamyndlist dafnar og þrífst á jaðarsvæði. Það verður gert með því að notast aðallega við myndefni, ljósmyndir og útgefið efni tengt sýningum, gestavinnustofum, fræðsluverkefnum og annarri starfsemi Skaftfells þessi tuttugu ár. [box]Af þessu tilefni köllum við eftir gögnum, í hvaða formi sem er, sem tengist miðstöðinni. Ef þú […]
Fréttir
Málþing um barnamenningu: Kúltiveraðir krakkar
Austurbrú stendur fyrir málþingi um barnamenningu. Fyrirlesarar eru mjög áhugaverðar konur af höfuðborgarsvæðinu sem allar eru með mikla reynslu af því að vinna með og fyrir börn í listum og menningu. Þær eru allar frumkvöðlar í því að byggja upp barnamenningu á landsvísu, í þeirra sveitarfélagi og eða með því að búa til ný verkefni fyrir börn á öllum aldri. Sjá meðfylgjandi auglýsingu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur í nokkurn tíma lagt áherslu á uppbyggingu barnamenningar líkt og gert er í nágranalöndum okkar og hefur ráðuneytið unnið aðgerðaráætlun í barnamenningu út frá stefnu ríkisins í menningarmálum, og nú er unnið samkvæmt […]