Í byrjun nóvember hefst 5 vikna teikninámskeið fyrir áhugasama og forvitna teiknara. Námskeiðið er í boði fyrir 12 ára og eldri, líka fullorðna. Áhersla verður lögð á að kynna og þjálfa mismunandi tækni og teiknistíla. Æfingarnar fela meðal annars í sér að fínstilla sjón og skynjun, virkja hægra heilahvelið, finna eigin stíl og teikna módel. Athugið að námskeiðið fer fram á ensku en leiðbeinandinn skilur ágætlega íslensku. Aldur: 12 ára og eldri. Líka fullorðnir! Tímabil: 6. nóvember – 6. desember, mánudaga og miðvikudaga kl. 15:00-16:30 Fjöldi kennslustunda: 15 klst. Staðsetning: í myndmenntastofu Seyðisfjarðarskóla Leiðbeinandi: Litten Nyström Verð: 15.000 kr. Innifalið […]
Fréttir
Bistróið aftur búið að opna
Skaftfell Bistró er búið að opna aftur og opnar héðan í frá daglega kl. 15:00, eldhúsið lokar kl. 21:00. Í Bistróinu er boðið uppá ilmandi kaffi, tertur og sætindi, seðjandi mat, pizzur, öl, vín og aðrar veigar. Skaftfell er aðsetur Dieter Roth Akademíunnar á Íslandi og er veitingastofan innréttuð í anda meistara Dieter Roth. Þar er hægt að skoða bókverk hans og annara bókverka og listaverkbóka í bókasafninu. Hægt er að lesa nánar um hugmyndafræði og tilurð Bistrósins hér. Ljósm: Paula Prats