Þegar haustar breytast opnunartímar Skaftfells, eins og gefur að skilja. Skaftfell Bistró: Frá 31. ágúst mun Skaftfell Bistró opna daglega kl. 15:00, eldhúsið lokar kl. 21:30. Frá og með sunnudeginum 10. sept lokar Skaftfell Bistró vegna viðhalds, opnun verður auglýst síðar. Sýningarsalurinn: Sýningin Jaðaráhrif mun verða opin samhliða Bistróinu, daglega frá kl. 15:00-18:00. En frá og með 10. sept verður sýningin opin þriðjudaga, miðvikudaga og um helgar frá kl. 15:00-18:00 fram að sýningarlokum, sunnudaginn 24. sept. Næsta sýning opnar 7. okt. Geirahús fer í vetrarham og lokar fram á næsta sumar.
Fréttir
Auglýst eftir sýningartillögum
Skaftfell, myndlistarmiðstöð Austurlands, á 20 ára starfsafmæli á næsta ári. Til að fagna þessum tímamótum auglýsir Skaftfell eftir tillögum frá listamönnum og/eða sýningarstjórum fyrir sýningu í 150 fm sýningarsal miðstöðvarinnar sumarið 2018. Æskilegt er að tillagan vísa í langtímasamstarf milli miðstöðvarinnar og Tækniminjasafns Austurlands. Útfærsla og umgjörð sýningarinnar er alveg opin en í boði verður að vinna með safneign og verkstæði Tækniminjasafnsins. Seyðisfjörður hefur lengi verið þekktur sem öflugur menningarbær þar sem vel hefur tekist til að vernda gömul hús. Í þessum litla bæ er að finna listamannanýlendu sem margir innlendir og erlendir listamenn hafa sest að í gegnum tíðina […]