Fréttir

Vetraropnun Bistró og vetrarlokun Geirahús

Vetraropnun Bistró og vetrarlokun Geirahús

Haustið er gengið í garð með tilheyrandi breytingum á opnunartíma. Skaftfell Bistró er opin daglega frá kl. 15:00-21:30. Geirahús verður lokað yfir vetrartímann og opnar aftur 1. júní 2017. Opnunartímar sýningarsalar og verslunar er daglega frá kl. 12:00-18:00, þar til 24. september þegar opnar ný sýning. Bistró ljósmynd: Paula Prats Geirahús ljósmynd: Nikolas Grabar

/www/wp content/uploads/2016/09/hector 2016

Tómtómrúm: hljóðsmiðja með Héctor Rey

Hvert rými býr yfir sínu eigin hljómkerfi og hefur marga mismunandi eiginleika: hljóðheimur hvers rýmis er afmarkaður; það býr yfir eigin tíðni sem hefur áhrif á hljóðin sem sköpuð eru innan þess; það umbreytir hljóðum umheimsins á sama tíma og það er hluti hans að litlu leyti. Í hljóðsmiðjunni mun listamaðurinn Héctor Rey (ES) leiða þátttakendur í gegnum þá áskorun að staðsetja hljóð í samfelldu tímarúmi með því að nota rýmið sem innihald og upphafspunkt, virkja það og draga úr áhrifum þess með sameiginlegri hljóðmyndun sem verður búin til á staðnum. Þátttakendum er frjálst að koma með hljóðfæri eða tæki sem mynda […]

Read More