Gestavinnustofum Skaftfells er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna og heimamanna, veita listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi með óteljandi möguleikum og búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins. Gestavinnustofurnar eru fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn, en umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í faggreinum er tengjast myndlist verða teknar til greina. Umsóknir frá hópum og fjölskyldum eru einnig vel séðar. Þátttakendur stýra sjálfir sínu sköpunar- eða rannsóknarferli með stuðningi og ráðgjöf frá starfsfólki Skaftfells. Þátttakendum er velkomið að taka þátt í fræðslustarfi Skaftfells, með listamannaspjalli, kynningum eða listsmiðjum fyrir nemendur Seyðisfjarðarskóla […]
Fréttir
Listamenn í Frontiers in Retreat koma í annað sinn
Skaftfell býður velkomna gestalistamennina Kati Gausmann, Richard Skelton og Ráðhildi Ingadóttur. Listamennirnir komu fyrst og dvöldu á Seyðisfirði í September 2014 og samtímis hófst þátttaka þeirra í verkefninu Frontiers in Retreat. Nú hefja þau seinni dvölina frá maí til júní 2016. Kati Gausmann is a sculptor living and working in Berlin. Her work is concerned with movement, rhythm, and action as form-generating processes. In her artistic practice she combines the exploration of different materials and their qualities with acts of drawing, installation, and performance. Artistic expeditions and theoretical investigations are an important part of her working methodology. With the artist group msk7 and […]