Fréttir

/www/wp content/uploads/2018/01/me april 2016

Listamannakynning í Menntaskólanum á EGS

Kanadíska listakonan Faith La Rocque og norski listamaðurinn Leander Djønne heimsóttu nemendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum 19. apríl síðastliðinn og kynntu verk sín og vinnuaðferðir. Faith býr og starfar í Toronto. Í verkum sínum skoðar hún mannlegar upplifanir af óhefðbundnum lækinaraðferðum. Leander starfar og býr í Osló. Verk hans hverfast um stjórnmál, fjármagn, valdastrúktúra og ljóðrænu.

/www/wp content/uploads/2016/04/raw clay

Vornámskeið fyrir börn – Mótun

Námskeið fyrir áhugasama og forvitna í mótun þar sem unnið verður með leir og annað efni við gerð þrívíðra forma. Bæði verður tekist á við mótun eftir fyrirmynd sem og eftir eigin hugmyndum. Aldur: 6-10 ára Hvenær: Á tímabilinu 3. maí – 3. júní. Tvisvar í viku í fimm vikur. þriðjudaga: 15-16.30 föstudaga: 15-16.30 Hvar: í gamla skóla á Seyðisfirði Leiðbeinandi: Þórunn Eymundardóttir myndlistarkona Verð: 18.500 kr. Innifalið allt efni og áhöld Skráning: fraedsla(a)archive.skaftfell.is Athugið að lágmarksfjöldi þátttakenda er 7 en hámark er 9.