Jonathan og Rebecca Loyche gerðu nýverið myndband um hljóðskúlptúrinn Tvísöng. Seyðfirsku mæðgurnar Aðalheiður Borgþórsdóttir og Björt Sigfinnsdóttir sungu Móðir mín í kví kví og léku sér með gagnvirkna hljómburðinn.
Fréttir
Ljósmyndir frá opnun Frontiers of Solitude í Prag
Lokahnykkurinn í tékkneska, norska og íslenska samstarfsverkefninu Frontiers of Solitude fór fram dagana 4.- 6. febrúar í Prag. Þá var opnuð sýning á verkum eftir 19 listamenn og efnt til málþings þar sem rýnt var í og borin saman sjónarhorn og reynsla þátttakenda. Verkefnið Frontiers of Solitude beinir sjónum sínum að þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í landslagi og náttúru og veltir upp spurningum útfrá því að maðurinn sé rétt að stíga upp úr iðnbyltingarlífstíl sínum, gildum þessa og áhrifum á náttúruna. Listamenn: Finnur Arnar Arnarson (IS), Karlotta Blöndal (IS), Gunhild Enger (NO), Þórunn Eymundardóttir (IS), Monika Fryčov (CZ/IS), Tommy Hvik (NO), Elvar Már Kjartansson (IS), Alena Kotzmannov (CZ), Iselin Lindstad Hauge (NO), Julia Martin (DE/IS), Vladimr […]