Umsóknarfrestur til 1. september 2013 Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi starfrækir þrjár gestavinnustofur á Seyðisfirði. Gestavinnustofurnar eru fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn, en umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í faggreinum er tengjast myndlist verða teknar til greina. Umsóknir frá hópum og fjölskyldum eru einnig vel séðar. Gestavinnustofum Skaftfells er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna og heimamanna, veita listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi með óteljandi möguleikum og búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins. Þátttakendur stýra sjálfir sínu sköpunar- eða rannsóknarferli með stuðningi og ráðgjöf frá starfsfólki Skaftfells. […]
AiR tilkynningar
Residency available this November
Call for artists: Due to cancellation Skaftfell residency program now has an opening this November for artists to apply and come with short notice. If interested, please contact us by email to residency@archive.skaftfell.is as soon as possible attaching the required documents (cv, photos of work, short projectsdescription etc) following our normal criteria (see our application webpage for further info).