Vegna óvæntra forfalla er laust pláss í gestavinnustofum Skaftfells október – desember 2013. Þeir listamenn sem ekki eru á biðslista þurfa að senda inn ferilskrá og nokkrar myndir af verkum eða link á heimasíðu á póstfangið residency@archive.skaftfell.is. Valið verður samkvæmt þeim forsendum sem gefnar eru upp á heimasíðu Skaftfells, sjá frekari upplýsingar á hér. Vegna þess hversu stuttur fyrirvarinn er þurfa þeir listamenn sem hafa áhuga að bregðast hratt við.
Gestavinnustofur
Gestavinnustofur Skaftfells: Auglýst eftir umsóknum fyrir dvöl árið 2014
Umsóknarfrestur til 1. september 2013 Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi starfrækir þrjár gestavinnustofur á Seyðisfirði. Gestavinnustofurnar eru fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn, en umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í faggreinum er tengjast myndlist verða teknar til greina. Umsóknir frá hópum og fjölskyldum eru einnig vel séðar. Gestavinnustofum Skaftfells er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna og heimamanna, veita listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi með óteljandi möguleikum og búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins. Þátttakendur stýra sjálfir sínu sköpunar- eða rannsóknarferli með stuðningi og ráðgjöf frá starfsfólki Skaftfells. […]