Í Draumahúsinu, gestavinnustofan Norðurgötu. 26. – 28. október 2012 Listamannatvíeykið, Hilde Skevik & Guro Gomo, mun bjóða gestum Í víking þrjú kvöld í röð, frá kl. 18:00 – 20:00 í Draumahúsinu. Norsku listamennirnir munu sýna gjörning sem byggist á sagnahefð og menningararfi frá heimalandi þeirra. Verkið er innblásið af ljóðinu „Terje Vigen“ eftir Henrik Ibsen, þar sem fjallað er um grundvallar og tímalaus gildi. Enginn aðgangseyrir.
Liðnar sýningar og viðburðir
WE´LL TAKE YOU THERE
Else Ploug Isaksen býður yður til að skoða verk í vinnslu næstkomandi sunnudag og mánudag, frá kl. 16:00 til 18:00. Else hefur dvalið á Hóli, gestavinnustofu Skaftfells, í október.