23. júlí – 8. ágúst Bókabúð-verkefnarými / Reaction Intermediate Seyðisfjarðar arkíf – sjálfbærni og samfélag Listamannahópurinn Skæri Steinn Blað stendur fyrir tveggja vikna dagskrá í Bókabúðinni – verkefnarými. Fyrri vikan var helguð fyrirlestrum og spjalli sem mynduðu grunninn að dagskrá seinni vikunnar sem mun einkennast af uppákomum þar sem fólk deilir með sér þekkingu og öðlast jafnvel um leið nýja færni. 1.-3. águst Tangó á tveim klukkutímum: Elfa Hlín Pétursdóttir kennir grunnatriði í tangó. Boðið verður upp á léttar veitingar. Rakarastofa: Lærið að klippa hárið á öllum fjölskyldumeðlimum. Klipping innifalin í kennslunni. Meðlimir Skæri Steinn Blað klippa og kenna. […]
Liðnar sýningar og viðburðir
A DAY OF 13 SUCCESSIVE HALF HOUR EXHIBITIONS ALTERNATING BETWEEN TWO ROOMS IN SKAFTFELL BÓKABÚÐ
22. Júlí 2012, frá kl.14:00-19:00 Bókabúð-verkefnarými / Reaction Intermediate Sýningaröð byggð á örstuttum myndlistarsýningum sem víxlast á milli tveggja rýma í Bókabúð-verkefnarými. Til sýnis verða verk eftir ýmsa listamenn sem hafa verið boðið að taka þátt. Hugmyndin að baki “A day of 13 successive half hour exhibitions alternating between two rooms in Skaftfell Bókabúð” var upphaflega framkvæmd í Nomi’s Kitchen í Glasgow árið 2011. Þá fengu tveir ritstjórar frá danska listtímaritinu Pist Protta að bjóða ellefu listamönnum frá Kaupmannahöfn og Glasgow að taka þátt í svipaðri gjörningaröð. Krafist var af þátttakendum að þeir gætu komið verkinu sínu inn í rýmið, […]