Tónlistargjörningur föstudaginn 6. júlí kl. 18:00 í Bókabúð-verkefnarými Tónlistargjörningurinn ART BOOK ORCHESTRA samanstendur af bókverkunum ‘Affected as only a human being can Be’, sem eru 10 talsins, og inniheldur hvert og eitt þeirra einstakt hljóðverk. Á meðan á gjörningum stendur “spilar” listamaðurinn Konrad Korabiewski á bókverkin eins og rafmagnshljóðfæri væri að ræða. Auk þess verða til sýnis í formi innsetninga tvö myndbands- og hljóðverk, Culture Users (2010) og Tolerated Residence (2009). Hljóð- og bókverkið ‘Affected as only a human being can Be’ er unnið í nokkra miðla og bræðir saman hljóðlist, tónlist, myndlist og bókverk. Verkið er unnið samstarfi við […]
Liðnar sýningar og viðburðir
(MIXTAPE) NOTES FROM THE MIDNIGHT MOUNTAIN – FAST DOWNLOAD
Opnun föstudaginn 6. júlí kl. 17. Ting Cheng er búsett í London en á ættir sínar að rekja til Tæwan. Hugarfóstur Ting í myndlist byggja ekki á að endurgera raunverulegar minningar heldur skapa súrrealískar aðstæður þar sem áhorfandinn verður bæði móttakandi og þátttakandi. Með því að tengja saman líkama og rými fangar Ting hversdagslega hluti og aðstæður í svipmynd sem virðist vera af öðrum heimi. Listakonan vonast til að vekja upp spurningar og efasemdir með því að stunda gáskafullar rannsóknir, gera tilraunir og skoða umhverfi okkar út frá nýju sjónarhorni. Á Vesturveggnum mun Ting sýna ný verk sem eru unnin […]