17.06.-27.06. Anna Anders hefur unnið með myndbandsmiðilinn síðan 1986. Hún byrjaði á að gera stuttmyndir en árið 1991 fór hún að skapa rýmisverk, s.s. vörpun, innsetningar og hluti. Verk Önnu sýna röð atvika í rauntíma þar sem blekkingar og skynvillur koma við sögu. Í sumum verkum sínum vinnur Anna með skjáinn sjálfan og notar hann þá sem annað lag eða tengingu á milli hins raunverulega og sýnilega þannig að skörun á sér stað þar á milli. Líkt og í Trompe l’oeil málverkum þar sem erfitt er að greina á milli gervi- og raunverulegrar áferðar. Myndbandsverk Önnu verða í augum áhorfandans […]
Liðnar sýningar og viðburðir
FAVORITE SPOTS
17.06.-27.06. Verkefni Takeshi, Favourite Spots, byggist þá því að íbúi Seyðisfjarðar fara með hann og myndavélina hans á uppáhaldsstað sinn, í eða við bæinn. Í sameiningu taka þeir viðhafnar ljósmynd af staðnum og þátttakandinn gerir grein fyrir vali sínu. Með þessu ferli vonast listamaðurinn eftir því að búa til sjónræna framsetningu á hugsunum, hugmyndum og sögum Seyðfirðinga. Takeshi Moro er aðstoðarprófessor í listum og listasögu í Santa Clara Háskólanum, San Francisco. Hann hefur kennt ljósmyndun í Bowling Green State háskólanum og Otterbein háskólanum, í Ohio. Takeshi hlaut BA gráðu frá Brown háskólanum og vann tímabundið í fjármálageiranum. Ljósmyndun átti þó […]