Liðnar sýningar og viðburðir

„Soirée“ – Listrænn eftirmiðdagur í Norðfirði

„Soirée“ – Listrænn eftirmiðdagur í Norðfirði

Ásdís Sif Gunnarsdóttir & Ragnar Kjartansson ásamt gestum Rauða torgið 25. júní @16:00 – 18:00 Listrænn eftirmiðdagur í Norðfirði, „Soirée“ Skemmtidagskrá með tónlist, söng og gjörningum Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Ragnar Kjartansson fagna sumarsólstöðum á Norðfirði með því að búa til stemningu sem hæfir birtunni. Þau munu lesa upp ljóð, syngja og spila videoverk á þessari stórmerku árstíð.  Þarna verða líka óvæntir gestir/aðrir listamenn sem að munu láta ljós sitt skína. Listrænar samkomur sem þessar eiga rætur sínar að rekja til Parísar þar sem að listamenn komu saman og sýndu hvor öðrum sín listaverk, drukku rauðvín, borðuðu súkkulaði og grétu […]

Read More

Gufubað / Outer station

Gufubað / Outer station

21. júní Austurvegur 48, Bakgarður @23:00 Sumarsólstöðu gufa – takið með baðföt Árið 2004 byggði sænski listamaðurinn Carl Boutard kringlótt, appelsínugult gufubað á Seyðisfirði. Fjölmargir Seyðfirðingar lögðu hönd á plóg, meðal annars starfsmenn trésmiðjunnar Töggur. vélsmiðjunnar stálstjörnur og netagerðarinnar. En svo fór gufubaðið til Sódómu. Árið 2008 kom listamaðurinn aftur og setti gufubaðið upp í bakgarði á Austurvegi á Seyðisfirði. Sumarið 2011 dvelst hann í gestavinnustofu Skaftfells og hyggs tyrfa gufubaðið. Verið velkomin í gufubað á sumarsólstöðum, þá gefst líka tækifæri á að rúlla sér í dögginni. www.boutard.se Uppákoman er hluti af Vertíð – uppákomuröð sumarsins 2011