Liðnar sýningar og viðburðir

Frásagnasafnið

Frásagnasafnið

Söfnunarmiðstöð Frásagnasafnsins opnaði í Skaftfelli 17. júní 2011 Kafli tvö: Frásagnir Strandamanna koma í Skaftfell 26. nóvember 2011, móttaka kl. 17:00. Sagnamennirnir Vigdís Grímsdóttir og Hallgrímur Helgason deila nokkrum sögum frá Seyðisfirði með gestum Skaftfells af sinni alkunnu frásagnagleði. Skaftfell hefur tekið sér á hendur það yfirgripsmikla verkefni að safna frásögnum allra íbúa  Seyðisfjarðar. Svissnenski listamaðurinn Cristoph Büchel, listrænn stjórnandi Skaftfells árin 2011 og 2012, á frumkvæði að verkefninu. Verkefnið er unnið af Skaftfelli í samvinnu við Þjóðfræðistofu en söfnunin fer fram samtímis á Ströndum og á Seyðisfirði. Það er einstakt að geta kortlagt endurminningar heils samfélags. Slík kortlagning veitir […]

Read More

Listamannaspjall #5

Mánudaginn 18. apríl kl. 17:00 munu listamennirnir Kate Woodcroft og Catherine Sagin, Henriikka Härkönen og Tom Backe Rasmussen opna sýningar á verkum sem þau hafa unnið í vinnustofum Skaftfells á undanförnum mánuðum. Kate Woodcroft, Catherine Sagin og Tom Backe Rasmussen munu einnig sýna myndir af verkum sýnum og segja fá vinnuaðferðum sínum. Um listamennina: Kate Woodcroft & Catherine Sagin Listamannahópurinn Catherin Sagin, stofnaður 2008, byggist á samvinnu listamannanna Kate Woodcroft og Catherine Sagin. Nafngiftin var ákvörðuð árið 2010 með skylminga gerningi þar sem listamennirnir tveir tókust á í tíu mínútur. Sigurvegarinn tryggði sér nafngift samvinnunnar næsta árið. Catherine sigraði 10-8. […]

Read More