Liðnar sýningar og viðburðir

ANNAN HVERN DAG, Á ÖÐRUM STAÐ

ANNAN HVERN DAG, Á ÖÐRUM STAÐ

Sýningin Annan hvern dag, á öðrum stað opnar í Skaftfelli á Seyðisfirði laugardaginn 26. febrúar kl. 16:00 Ár hvert flytja nokkrir myndlistarnemar við Listaháskóla Íslands listiðju sína um set og koma sér fyrir á Seyðisfirði. Þessa dagana stendur yfir tveggja vikna námskeið í samstarfi við Skaftfell, Dieter Roth Akademíuna og Tækniminjasafn Austurlands. Bærinn Seyðisfjörður hefur þá sérstöðu að vera sögulegur tengipunktur, úr alfaraleið en býr jafnframt yfir ríkulegri menningarsögu og er það fastheldið álit að bærinn sé fyrsta aðsetur menningar á Íslandi. Bærinn er því áhrifarík uppspretta hugmynda sem byggja á sögu, sjálfræði og staðsetningu en mörg verk sýningarinnar byggja einmitt á þessum […]

Read More

Listamannaspjall #4 og kynning:

Listamannaspjall og kynning: Gestalistamenn Skaftfells sýna og segja frá Miðvikudaginn 16. febrúar kl. 17:00 í Bistrói Skaftfells. Listamannatvíeikið Konrad Korabiewski og Litten tala um verk sín og kynna hljóð-bókverkið ‘Påvirket Som Kun Et Menneske Kan Være“ (Affected as only a human being can Be). Listamaðurinn Anthony Bacigalupo talar einnig um verk sín og sýnir kvikar myndir. Konrad Korabiewski (1978) tónskáld og listamaður fæst við tilraunakennda raftónlist þar sem innihald, stemning og upplifun hlustandans skipa megin hlutverk. Korabiewski nýtir sér tæknina til að tjá heimspekilegar vangaveltur og listræna hugmyndafræði með verkum sínum. Hann hefur komið fram á fjölmörgum tónleikastöðum og hátíðum […]

Read More