Andrea Weber býr og starfar í París og Berlín. Hún nam ljósmyndun og myndlist í París og Esses á árunum 1994 – 2006. Andrea Weber vinnur með rými; samband tvívíðs- og þrívíðs rýmis og skörun hins innra og hins ytra. Verk hennar eru innblásin af draumum, náttúrunni og hinu manngerða umhverfi. Andrea Weber dvaldist í gestavinnustofu SÍM og NES á síðastliðnu ári, hún er gestalistamaður í Skaftfelli í desember og janúar. http://igomythic.blogspot.com http://personaliceland.blogspot.com
Liðnar sýningar og viðburðir
Magone Šarkovska sýnir í Bókabúðinni – verkefnarými
Magone Šarkovska 09.12.10 – 31.12.10 Bókabúðin – Verkefnarými / The bookshop – projectspace Hótel Aldan – Gleymmérei, efrihæð / Hotel Aldan – second floor Vintage shop Magone Šarkovska er fædd 1985 í Lettlandi. Hún hefur nú dvalist í boði Skaftfells sem gestalistamaður á Seyðisfirði frá því 1. nóvember. Magone Šarkovska er málari, hún vinnur hefðbundin olíumálverk en viðfangsefni hennar er afar óvenjulegt – smáatriði úr umhverfinu sem við gefum vanalega ekki mikinn gaum fá á sig upphafna mynd í verkum þar sem vandað er til í hvívetna. Hvað, hvernig og hversvegna ég vinn: Hversdagslegir hlutir úr umhverfi mínu: við mennirnir […]