Liðnar sýningar og viðburðir

Hildur og Thelma

Hildur og Thelma

Hildur Björk Yeoman & Thelma Björk Jónsdóttir 10.08.10 – 18.08.10 Bókabúðin – verkefnarými Fatahönnuðirnir Hildur og Thelma opna sýningu á verkum sínum í gluggum bókabúðarinnar þriðjudaginn 10. ágúst kl. 17:00. Þær munu standa fyrir námskeiði í hönnun aukahluta helgina 13. – 15. ágúst. Áherlsla verður lögð á höfuðskraut og hálsskart t.d. hattar, spangir, spennur, hálsmen, kraga eða klúta. Skráning á námskeiðið fer fram á opnun sýningarinnar eða í síma, hjá Hildi í s. 691 7364 eða Thelmu í s. 844 1992 Hildur og Thelma verða með opna vinnustofu og búð í bakrými bókabúðarinnar á meðan á sýningunni stendur.

Harmonie

Harmonie

15.07.10 – 28.07.10 Bókabúðin – verkefnarými Í bókabúðinni – verkefnarými Skaftfells sýna Baldur Geir Bragason og Þórunn Eva Hallsdóttir innsettningu unna sérstaklega fyrir rýmið. Þau eru bæði með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og stunduðu einnig bæði framhaldsnám í Berlín. Þau búa og starfa á Norðfirði.