Liðnar sýningar og viðburðir

Færi

Færi

15.07.10 – 10.08.10 Vesturveggurinn Á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfells sýna Kristín Rúnarsdóttir og Þorgerður Ólafsdóttir. Kristín og Þorgerður eru gestalistamenn í Skaftfelli í júlí mánuði. Þær hafa báðar unnið að margvíslegum verkefnum hér heima og á Norðurlöndunum undanfarið ár, m.a. í tengslum við gallerí Crymo í Reykjavík. Vikurnar á undan dvöldu þær á Stöðvarfirði þar sem þær settu upp listahátíðina ÆRING ásamt öðrum ungum myndlistarmönnum frá Reykjavík, Brussel og Malmö. Þær stöllur útskrifuðust báðar úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2009.

Birgir Andrésson, Tumi Magnússon og Roman Signer

Birgir Andrésson, Tumi Magnússon og Roman Signer

Svissneski listamaðurinn Roman Signer hefur á undanförnum árum tengst Íslandi með ýmsum hætti, bæði sýnt verk sín hér á landi en einnig unnið með íslenskum listamönnum. Þar á meðal eru þeir Tumi Magnússon, sem nú býr og starfar í Danmörku og á Seyðisfirði og Birgir Andrésson, en hann lést fyrir aldur fram árið 2007. Tumi Magnússon og Roman Signer sýna meðal annars ný verk sem þeir hafa unnið sérstaklega fyrir Skaftfell, en sýnd verða textaverk eftir Birgi Andrésson. Inn og út um gluggann (In and out of the limits) Það hlýtur að teljast til veislu að sjá Birgi Andrésson, Roman […]

Read More