03.06.10 – 14.06.10 Vesturveggurinn Stuttmyndir: Flugan Raspútín & Dr. Hrollur Nemendur úr efstu bekkjum skólans sóttu námskeið í vetur hjá kvikmyndagerðamanninum Kára Gunnlaugssyni. Á námskeiðinu kynntu nemendurnir sér hina ýmsu þætti kvikmyndagerðar og unnu að lokum tvær stuttmyndir. Stop-motion: Nemendur 7., 9. og 10. bekkjar Seyðisfjarðarskóla kynntu sér stop-motion tækni í myndmennt í vetur undir handleiðslu myndlistarmannsins Hönnu Christelar Sigurkarlsdóttur. Þau unnu saman í hópum og afraksturinn eru 16 stutt myndbönd. Kvikmyndagerðamaðurinn Kári Gunnlaugsson er búsettur á Seyðisfirði og fæst þar við ýmis störf tengd hugðarefnum sínum. Myndlistarmaðurinn Hanna Christel Sigurkarlsdóttir er einnig búsett á Seyðisfirði, hún hefur starfað sem […]
Liðnar sýningar og viðburðir
GEIRI – Líf og list Ásgeirs Emilssonar
Það er okkur sannur heiður að kynna sýningu á verkum alþýðulistamannsins Ásgeirs Emilssonar. Alþýðulistamaðurinn Ásgeir Jón Emilsson var fæddur 1931 að Hátúni við Seyðisfjörð. Geiri, eins og hann var ávallt kallaður, var litríkur karakter og listamaður af Guðs náð. Hann hafði óstöðvandi sköpunarþörf og verk hans bera merki um natni og listfengi. Þrívíð verk úr dósum, rammar úr sígarettupökkum, málverk með síendurteknum mótífum og mikill fjöldi ljósmynda, sem bera merki um óvenjulegt sjónarhorn listamannsins, eru burðarásinn í ævistarfi Geira. Sýningin í Skaftfelli varpar ljósi á óvenjulegan listamann og opnar gestum glugga inn í einstakan hugarheim Ásgeirs Emilssonar. Í tilefni sýningarinnar hefur […]