Liðnar sýningar og viðburðir

Hús úr gleri

Hús úr gleri

10.05.10 – 30.05.10 Bókabúðin – verkefnarými Sería blandaðra ljósmynda sem kanna samband fjögurra ólíkra staða í Bandaríkjunum, uppbyggingu og hugmyndaheim þeirra. Hið þekkta „Glass House“, verk Philip Johnson er sýnt í samhengi við óþekkta steinsteipu blokk í námubæ í Pensilvaníu. Hálf hrunið auglýsingaskilti er sýnt með tvíburaturnunum, hengt upp á veggxx. Þessar samsetningar ásamt öðrum líkum mynda einskonar þöggla minningu Bandaríkjanna. Uppröðun myndana mun taka daglegum breytingum fyrstu vikuna sem sýningin stendur. Fraser Stables er gestalistamaður á Hóli í maí.

Triology

Triology

10.05.10 – 30.05.10 Vesturveggurinn Þrjár myndir um íslensk áhrif og klisjur. Hversdagslegir hlutir minna á jarðhræringar og hegðun náttúrunnar í smækkaðri mynd. Umbreyting dags og nætur, þoku og jarðhræringa er sýnd með hjálp ljósarofa, steikarpönnu og jarðarberjasjeik. Undir þessu má heyra hljóðupptökur frá Íslandi, upptökur sem búið er að umbreyta og blanda með hjálp tölvu. Julia Wenz, myndlistarmaður og Christian Eickhoff, hljóðlistamaður vinna saman í hljóð-  og sjónrænna miðla. Þau búa og starfa í Stuttgart, Þýskalandi. Julia Wenz og Christian Eickhoff eru gestalistamenn Skaftfells í maí.