21.02.10 – 14.03.10 Vesturveggurinn Sýningin opnar sunnudaginn 21. febrúar kl. 16:00 Fimm listamenn frá Skotlandi hafa haldið úti rannsóknarbloggi síðasta mánuðinn hvar þeir hafa safnað upplýsingum um allt það sem þeir hafa horft á, lesið og hlustað á. Upplýsingarnar taka á hugmyndum um skáldaðan veruleika og hnattræn tengsl. Sýningin Ekkert nýtt undir sólinni inniheldur ný verk sem listamennirnir hafa unnið að á meðan að á dvöl þeirra í gestavinnustofu Birgis Andréssonar hefur staðið nú í febrúar mánuði. Á meðan að á sýningunni stendur munu listamennirnir senda út nokkrar sjóræningja útvarpssendingar í gegnum bloggið thisisnothingnew.wordpress.com Hópurinn kemur frá Edinborg í Skotlandi. […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Fjallahringur Seyðisfjarðar
Garðar Eymundsson hefur nú lokið 15 mánaða vinnu við að teikna upp fjallahringinn sem umlykur Seyðisfjörð. Við vinnuna lá hann úti dögum saman til að fanga útlínur fjallanna og rissa svipbrigði þeirra á blað. Teikningarnar vann hann síðan áfram á vinnustofu sinni með blýantinn og augað að vopni. Garðar vann einnig útlínuteikningu af fjallahringnum með örnefnum allra fjalla og tinda, með dyggri aðstoð Vilhjálms Hjálmarssonar frá Brekku í Mjóafirði en Vilhjálmur útbjó einnig örnefnaskrá þar sem staðarháttum er lýst. Þetta yfirgripsmikla verkefni er nú sýnt í Skaftfelli – miðstöð myndlistar á Austurlandi. Það er sannur heiður fyrir Skaftfell að bjóða […]