Liðnar sýningar og viðburðir

Hagræðingar

Hagræðingar

Ólafur Þórðarson sýna einfalt verk sem samanstendur af skúlptúr og myndbandi. Myndbandsverkið er titlað “hagræðingar”, það er nálgun á hvernig við menn umbreytum og hagræðum. Í myndbandinu er tekist á með samspili náttúru og mannsins. Vatnsföll birtast og endurfæðast, kynntur er manngerður grjótfoss í tímabundnum brútalisma þess sem kemur hlutum í verk. Í myndbandinu er fljótandi skúlptúr sem titlast Gríman. Hún er holdgervingur þess sem unnið er í heimi vökvans. Hún er efnisbirting hagræðingar efnisins, andlit þess sem er dautt fyrir og eftir fæðingu, fyrirboði, lík, vættur. Tákn þeirra framfara sem eru fyrirfram dæmdar, áður en þær öðlast líf eða […]

Read More

Leiðréttingar

Leiðréttingar

Þórunn Hjartardóttir opnar sýningu í verkefnarými Skaftfells á Seyðisfirði fimmtudaginn 20. ágúst, en hún er gestalistamaður þar þennan mánuð. Verkefnarýmið er gamla bókabúðin við Austurveg, en þar hefur Þórunn unnið stað- og tímabundna innsetningu sem heitir Leiðréttingar. Þórunn notar bókbandslímband til að mála geómetríu inn í rýmið. Límbandið, sem er stundum kallað kjölband, er úr striga og aðeins framleitt í nokkrum litum og breiddum og gjarnan notað til að gera við bókakili. Þórunni hefur áður límt í sýningarýminu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ. Ég byrja á að skoða arkitektúrinn og rýmið vel og vandlega, hvað einkennir það? Hvað finnst mér ástæða til […]

Read More