Á sýningunni eru málverk, teikningar og ljósmyndir sem Kristján hefur unnið undanfarin misseri. Verkin fjalla með einum eða öðrum hætti um staði, þar sem jarðvegur er notaður til að skapa vangaveltur um fjar- og nærveru áhorfandans. Kristján Steingrímur er fæddur á Akureyri 1957. Hann stundaði nám við nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Frá árinu 1983 stundaði Kristján nám við Listaháskólann í Hamborg og útskrifaðist þaðan 1987. Frá því að námi lauk hefur Kristján búið í Reykjavík og unnið að listsköpun. Hann hefur jafnframt unnið við kennslu og stjórnunarstörf og nú síðast sem deildarforseti Listaháskóla Íslands. Kristján hefur haldið og tekið […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Sauðburður
Sýningin er hluti sýningaraðarinnar “Réttardagur 50 sýninga röð” sem hófst 21. júní 2008 og líkur 23. júní árið 2013. Fyrirhugað er að setja upp 50 ólíkar sýningar á tímabilinu víða um heim. Verkefninu er ætlað að varpa ljósi á menningu landans sem hlýst af sauðkindinni, ekki fyrir 70 árum heldur nú á líðandi stundu. Samhliða munu sýningarnar varpa ljósi á þróun og áherslur í verkum Aðalheiðar. Á hraða nútíma samfélags gleymist stundum að líta til baka og skoða hvaðan við erum komin. Nú þegar efnahagskerfi Íslands er í molum er enn mikilvægara að læra og rifja upp hvað það er […]