Liðnar sýningar og viðburðir

Dúett – Sonnettusveigur

Dúett – Sonnettusveigur

Bókin Dúett kom út fyrir tæpu ári síðan og er samstarfsverkefni Lóu og Sigga. Hún málar myndirnar og hann yrkir ljóðin. Myndirnar eru unnar með blandaðri tækni og flestar málaðar á árunum 2007-2008. Sonnettusveigurinn var fimmtán ár í smíðum, með hléum. Sýningin hefur áður verið opnuð á nokkrum stöðum á landinu svo sem í Gallerí Bláskjá á Egilsstöðum, á jafnréttisráðstefnu í Keili á Suðurnesjum og nú síðast við útkomu bókarinnar á listasumri í Deiglunni á Akureyri 2008. Dúett rekur unaðsstund tveggja manneskja í sonnettusveig. Sonnettusveigur er vafinn úr fjórtán sonnettum.  Sonnetta eins og hér er notuð, er fjórtán línur þar […]

Read More