Sandra Mjöll Jónsdóttir er fætt og uppalin á héraði og er nýlega útskrifuð með M.A. gráðu í ljósmyndun frá University of the Arts í London. Hugmyndin að baki seríunuar Aðlögun er komin frá einni setningu sem fjallar um hvernig manneskjan er í rými og markar sér staðinn. Hér er líkaminn berskjaldaður en samt sterkur þar sem ekkert er hulið aðeins formið og líkamstjáningin er til staðar, í rými sem er skapað af fólki fyrir fólk. Vesturveggurinn hefur nú verið starfræktur frá árinu 2003. Sýningar á honum hafa verið í fremur föstum skorðum en í ár verða gerðar talsverðar breytingar á […]
Liðnar sýningar og viðburðir
KIPPUHRINGUR
Kippuhringur er sýning sex nemenda Listaháskóla Íslands, auk tveggja gestanemenda frá Listaháskólanum Valand í Gautaborg. Nemendurnir hafa síðastliðnar tvær vikur dvalið á Seyðisfirði og unnið þar að sýningunni í samstarfi við fyrirtæki og einstaklinga í bænum. Dvölin á Seyðisfirði mun óneitanlega hafa einhver áhrif á verk nemenda þar sem að ferðin hefur verið áhrifamikil. Nemendur hafa skoðað verkstæði bæjarins, Tækniminjasafnið og farið á sjóinn og veitt sér í soðið. Ýmsir listamenn bæjarins hafa veitt nemendum aðstoð og ráðleggingar. Sýningarstjóri er Björn Roth og opnar sýningin í Skaftfelli – miðstöð myndlistar á Austurlandi á Seyðisfirði, þann 28. febrúar næstkomandi kl. 16:00. […]