Liðnar sýningar og viðburðir

FLOOR KILLER

FLOOR KILLER

19 júl 2008 – 06 ágú 2008 VESTURVEGGURINN/ THE WESTWALL Ólöf Helga Helgadóttir & Kira Kira opna sýningu á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfells á Seyðisfirði, laugardaginn 19. júlí kl. 20:00. Þær Ólöf Helga og Kira Kira, eða Kristín Björk Kristjánsdóttir, útskrifuðust saman úr myndlistardeild LHÍ vorið 2005 en hafa ekki unnið saman fyrr en nú, enda æði ólíkir listamenn. Þó grillir í sameiginlega þræði ef vel er að gáð, ef til vill sprengiþræði. Þær mætast á dansgólfinu, það er víst kviknað í því. FLOOR KILLER stendur til 6.ágúst, en Bistró Skaftfells er opið alla daga frá hádegi fram eftir kvöldi. […]

Read More

Áslaug Írís Katrín Friðjónsdóttir & Nicholas Brittain

Önnur sýningin í sýningaröðinni SJÓNHEYRN á Vesturvegg Skaftfells verður opnuð kl.17.00 laugardaginn, 28. júní. Að þessu sinni eru það hljóðlistamaðurinn Nicholas Brittain og myndlistarmaðurinn Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir sem leiða saman hesta sína. Tónskáldið Nicholas Brittain kynnir nýtt verk Polar Bear Cycle. Þess má geta að  verk eftir Nicholas, Kyrie Eleison Cycles var frumflutt á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju á síðasta ári. Það verk var síðasti þáttur í röð verka sem Nicholas kallar “strictly a sound-art tape piece”. Innblástur þeirra verka var spennan sem samhengið milli hugmyndafræði goðsagna og rökfræða myndar. Áslaug Íris vinnur innsetningu á Vesturvegginn samansetta af málverkum á […]

Read More