Næstkomandi laugardag 12. janúar 2008 kl. 16.00 verður opnuð sýningin Íslensk myndlist – hundrað ár í hnotskurn. Sýningin er unnin í samvinnu við Listasafn Íslands og spannar tímabilið 1902-2004 í íslenskri myndlist. Á sýningunni eru 21 verk úr safneign Listasafns Íslands bæði olíumálverk, verk unnin á pappír og þrívíð verk. Verkin á sýningunni endurspegla ákveðinn tíðaranda og hugmyndafræði en ekki einstaka listamenn né þróun þeirra. Þannig er reynt að gefa mynd af þróun myndlistar í íslensku samfélagi á 20. öld og auka skilning á samtímalist. Markmið verkefnisins er að fá ungt fólk, aðallega nemendur efri bekkja grunnskóla og framhaldsskóla, til […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Rithöfundavaka í upphafi aðventu
01 des 2007 Í ár eru það eftirfarandi höfnundar sem lesa uppúr verkum sínum: Vigdís Grímsdóttir – Sagan um Bíbí Ólafsdóttur Þráinn Bertelsson – Englar dauðans Jón Kalman Stefánsson – Himnaríki og helvíti Kristín Sv. Tómasdóttir – Blótgælur Pétur Blöndal – Sköpunarsögur Tryggvi Harðarson mun einnig lesa uppúr bók sinni ,,Engin miskunn! El Grillo karinn’, æfisaga Eyþórs Þórissonar, verts á Seyðisfirði Upplesturinn hefst klukkan 20:30 og aðgangseyrir er kr. 1.000