01 sep 2007 – 15 sep 2007 Vesturveggurinn Myndlistarmennirnir Helgi Örn Pétursson og Þórunn Eymundardóttir ljúka sýningarröð sumarsins með sýningunni MECONIUM BROT. Á sýningunni mun Helgi Örn sýna nýjar teikningar og málverk en Þórunn sýnir myndbandsgerninginn LAUKUR. Helgi Örn og Þórunn eru einnig sýningarstjórar Vesturveggsins í ár. Þau luku bæði BA námi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2006 og búa og starfa á Seyðisfirði. Þórunn Eymundardóttir thorunne@gmail.com menntun 2004-06 Listaháskóli Íslands, myndlistardeild, BA próf 2004 Listaháskóli Íslands, gestanemandi, myndlistardeild 2003 Gerrit Rietveld Academie, Amsterdam, audio-visual deild 2001-02 Metáfora, school of contemporary art, Barcelona 2000 Verkmenntaskólinn á Akureyri, stúdentspróf 1996-97 Iðnskólinn […]
Liðnar sýningar og viðburðir
LISTSÝNING
11 ágú 2007 – 11 nóv 2007 Aðalsýningarsalur Erla Þórarinsdóttir “Sameign; opinber rými frá nýlendu- og sjálfstæðistíma” Verkið samanstendur af 6 málverkum af grunnflötum opinberra bygginga í Reykjavík, máluð í skala 1:50. Hegningarhúsið, Alþingishúsið, Hnitbjörg, Kristskirkja, Háskólinn og Hallgrímskirkja eru sameignleg rými, viðmið okkar á önnur rými, hegðun okkar, verðmætamat og sjálfsímynd. Hulda Hákon „MUNASKRÁ“ Allt verkið eru 350 spjöld þar sem á eru letraðar innihaldslýsingar á 350 kössum sem eru í geymslum Reykjavíkurborgar. Þar eru komnir kassarnir sem starfsmenn borgarinnar notuðu þegar vinnustofa Jóhannesar Sveinssonar Kjarval var tæmd í lok sjöunda áratugarins. Hér er eingöngu komin skráin yfir munina sem voru […]