Liðnar sýningar og viðburðir

POLLAR

POLLAR

07 júl 2007 – 04 ágú 2007 Aðalsýningasalur Ég vil helst vinna á óskilgreindu svæði.  Þar eru möguleikarnir, efinn, áhættan, og spenningurinn.  Forvitnin leiðir mann áfram og efinn ögrar manni. Það sem oftast á sér stað hjá mér er að viðfangsefnið, sem er gjarnan hlutur, efni eða lífvera,  kemst í snertingu við einhvers konar rými, til dæmis herbergi eða ákveðinn myndflöt. Þetta skeður gegn um ljósmynd eða video, þá tölvu, og síðan raunverulegt rými.  Verkin mín geta kallast viðvarandi rannsókn á samruna hlutar og rýmis, myndar og ramma, framsetningar og teygjanleika. Verkin virðast oftast fá form sem tengist málverki á einhvern […]

Read More

STREETS OF BAKERSFIELD

STREETS OF BAKERSFIELD

16 jún 2007 – 04 júl 2007 Vesturveggur – Orustan um Gettysbourg, Streets of Bakersfield að eilífu – Laugardaginn 16. júní kl. 21:00 opnar Elvar Már Kjartansson sýninguna Streets of Bakersfield á Vesturveggnum í Skaftfelli Menningarmiðstöð á Seyðisfirði. Elvar er annar í röðinni í sýningarröð Vesturveggsins í sumar en í ár koma þar við sögu listamenn sem vinna á mörkum hljóðs/tónlistar og myndlistar. Í kjölfar opnunar mun hljóðlistamaðurinn Auxpan halda tónleika í Bistróinu. Hann hefur verið til fyrirmyndar og getið sér gott orðspor á Íslandi og víðar. Tónleikarnir munu hefjast kl 22:00 og standa fram eftir kvöldi. Sérstakur gestur verður […]

Read More