Liðnar sýningar og viðburðir

EL GRILLO

EL GRILLO

Vorboðinn ljúfi birtist á Seyðisfirði út úr sjómuggunni fimmtudaginn 1. mars. Dieter Roth Akademían með nemendum frá Listaháskóla Íslands og erlendum gestanemum hreiðrar um sig í Skaftfelli, Menningarmiðstöð á Seyðisfirði. Þetta er sjötta árið í röð sem Dieter Roth Akademían, undir stjórn Björns Roth myndlistamanns heldur nokkura vikna vinnubúðir í Skaftfelli fyrir hóp myndlistarnema. Hópurinn vinnur náið saman í rúmar tvær vikur að undirbúningi sýningar sem er snemmborinn vorboði inn í menningarlíf Seyðfirðinga. Stór hluti bæjarbúa er viðriðin undirbúning sýningarinnar þar sem nemendurnir vinna að verkum sínum inn á verkstæðum bæjarins, undir handleiðslu þess hagleiks fólks er þar starfar. Listnemarnir […]

Read More

BRÚ Í POKA/BRIDGE IN A BAG

BRÚ Í POKA/BRIDGE IN A BAG

15 feb 2007 – 18 mar 2007 Vesturveggur Bjarki Bragson dvaldi í febrúar í listamannaíbúð Skaftfells, og verkefnið um brúnna er unnið á Austurlandi. Bílaleiga Akureyrar styrkti gerð verkefnisins. Verkið á Vesturveggnum er vídeó-innsetning og teikningar, en megininntakið eru tvær brýr, brúargólf í Bónuspoka, og þær merkingar sem settar eru á dauða hluti. Bjarki útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2006 og var einnig við nám í Universitat der Kunste í Berlín árið 2005. Í sumar mun hann ásamt 14 norrænum myndlistarmönnum standa að sýningunni “Miðbaugur og Kringla: Leisure, Administration and Control” sem á sér stað í Kringlunni og miðbænum samtímis. […]

Read More