24 jún 2006 – 07 júl 2006 Vesturveggur Ragnar Jónasson og Sólveig Einarsdóttir opna sýninguna Blobby á Gallerí Vesturvegg í Skaftfelli, laugardaginn 24. júní kl. 17. Á sýningunni leitast þau við að finna samhengi milli gróðurhúsaáhrifa, velmegunar í þjóðfélaginu og ísmenningar Íslendinga. Velt er upp spurningunni hvort heimurinn sé bráðnandi ís sem enginn vill borða, afskiptur líkt og uppþornaðar olíulindir í Texas. Er bráðnun íssins afleiðing ofvaxtar sem tekur á sig mynd manna eins og Bobby Ewing úr sjónvarpsþáttunum góðkunnu Dallas? Á sýningunni má sjá bráðnandi ís úr plastefni og málverk einungis unnin úr málningu. Sólveig og Ragnar hafa lengi starfað saman í lífi og list en þau eru […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Sigurður og Kristján Guðmundssynir
10 jún 2006 – 19 ágú 2006 Aðalsýningasalur Þeir Bræður, Sigurður Guðmundsson og Kristján Guðmundson eru listunnendum að góðu kunnir en þeir voru báðir meðal forsprakka SÚM-hreyfingarinnar, þegar íslenskir listamenn byltu listalífinu í landinu. Þótt Myndlist þeirra eigi sterkar rætur í hugmynda- eða konseptlist sem mótaðist á 7. Áratuginum er óhætt að segja að þeir hafi farið sínar eigin leiðir og myndlist þeirra spretti gjarnan af misjöfnum meiði. Það er erfitt að skilja list Sigurðar Guðmundssonar frá orkumiklum og hugmyndaríkum listamanninum sjálfum. Sigurður lætur hugmyndina ráða og verkin hans eru margvísleg allt frá ljósmyndum og skáldsagna til konfektmola í yfirstærð […]