Liðnar sýningar og viðburðir

SÝNING FYRIR ALLT Á SÍÐUSTU STUNDU

SÝNING FYRIR ALLT Á SÍÐUSTU STUNDU

16 maí 2006 – 05 jún 2006 Aðalsýningasalur Vegna óviðráðanlegra orsaka Féll uppboðssýning Skaftfells sem áætluð var 6. Maí síðastliðinn niður. Skaftfell deyr þó ekki ráðalaust og hefur ákveðið, á síðustu stundu, að setja upp sýningu sem ber titilinn, SÝNING FYRIR ALLT Á SÍÐUSTU STUNDU, sýningin mun opna Þriðjudaginn 16. Maí kl 16:00 en verður í stöðugri þróun á sýningartímabilinu og mun vonandi bætast við hana allt  fram að lokun 5. Júní. Þess vegna auglýsir Skaftfell eftir verkum/hugmyndum/uppskriftum/video…hverju sem er. Skaftfell tekur við verkum allt fram að 5. Júní en gott er að hafa hraðar hendur svo verkin standi sem […]

Read More

SLEIKJÓTINDAR

SLEIKJÓTINDAR

Vinnustofa á vegum Listaháskóla Íslands og Dieter Roth Akademíunnar stendur nú yfir í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Þátttakendur vinnustofunnar eru sex útskriftarnemendur frá myndlistardeild LHÍ og fjórir erlendir listnemar frá Austurríki, Eistlandi, Danmörku og Skotlandi. Öll eru þau nýir meðlimir Dieter Roth Akademíunnar og er leiðbeinandi námskeiðsins prófessorinn og myndlistamaðurinn Björn Roth. Hópurinn mun setja upp sýninguna Sleikjótindar (Lollitops) í Skaftfelli og verður sýningin formlega opnuð þann 18. mars kl: 16.00 og mun hún standa til 29 apríl. Þetta er í sjötta skipti sem vinnustofa af þessari gerð fer fram á Seyðisfirði og hafa listamenninir notið stuðnings íbúa og fyrirtækja […]

Read More