17. júní – 6. september, 2020 Sumarsýning Skaftfells verður í höndum myndlistarmannsins Ingibjargar Sigurjónsdóttur (f.1985) sem býr og starfar í Reykjavík. Hún mun sýna eigin verk í formi teikninga, stafrænna prenta og skúlptúra, ásamt völdum verkum eftir listmálarann og leirlistamanninn Benedikt Guðmundsson (1907-1960), en Ingibjörg ólst upp innan um verk hans sem prýddu heimili afkomenda hans sem eru nánir fjölskylduvinir. Verk Ingibjargar snerta á „grunnviðleitninni til listsköpunar og undirstöðu myndlistar – línu, lit, myndbyggingu“ en eru um leið hluti af frásögn sem raðast saman úr brotum sem glittir í. Titill sýningarinnar er fenginn úr texta eftir Ingibjörgu þar sem hún […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Tíra – Bjargey Ólafsdóttir
Gestalistakona Skaftfells í maí, Bjargey Ólafsdóttir, sýnir ljósmyndaseríu sem hún nefnir Tíra, í sýningarsalnum 2. hæð. Sýningin stendur til 30. maí. Aðgengt er í gegnum Bistróið sem er opið virka daga kl. 12:00-13:00 og 18:00-20:00 og um helgar kl. 18:00-20:00. Séu óskir um aðra heimsóknatíma er hægt að hafa samband við Skaftfell í síma 472 1632. Bjargey Ólafsdóttir býr og starfar að list sinni í Reykjavík. Hún nam myndlist við Myndlista og handíðaskóla Íslands sem og Myndlistarakademíuna í Helsinki. Hún nam ljósmyndun við Aalto University í Helsinki og kvikmyndagerð við Binger Filmlab í Amsterdam. Listsköpun Bjargeyjar Ólafsdóttur er ekki bundin […]