Liðnar sýningar og viðburðir

Ioana Popovici – Henda, rotna, ryðga

Ioana Popovici – Henda, rotna, ryðga

Vesturveggur gallerí, Skaftfell Bistró, 26. okt – 14. nóv 2019. Opnunartími: daglega frá 15:00 til 22:00, eða þar til bistróið lokar. Ioana Popovici er danshöfundur, flytjandi og hlutleikhúsleikari frá Rúmeníu, þar sem hún stundaði nám við leiklistar- og kvikmyndaháskólann í Búkarest. Frá árinu 2000 býr hún og starfar erlendis. Verk hennar hafa verið kynnt á hátíðum og galleríum í Evrópu, Bandaríkjunum, Mexíkó, Suður-Kóreu, Ísrael og Brasil, og sem dansari vann hún í samstarfi við nokkra alþjóðlega danshöfunda. Ioana hefur verið listamaður í búsetu á Skaftfelli allan október 2019. Hún sýnir afrakstur nýlegra verka sinna á Seyðisfirði í þessari stuttu sýningu […]

Read More

Jin Jing & Liu Yuanyuan

Jin Jing & Liu Yuanyuan

When The Boat Is Sailing Into Island I Know No More Than What I Know Now. Jin Jing (CN) og Liu Yuanyuan (CN) verða með pop-up sýningu í Herðubreið fimmtudaginn 26. september, kl. 17:00-20:00, þar sem þau munu sýna afrakstur eftir tveggja mánaða dvöl í gestavinnustofu Skaftfells.  Í boði verða léttar veitingar og allir eru hjartanlega velkomnir. Jin Jing býr og starfar í Xiamen í Kína. Hún er með tvær MA gráður; eina frá Háskólanum í Xiamen og aðra frá Sandberg Instituut, Hollandi. Með listiðkun sinni er hún stöðugt að skoða eigin tilvist og velta fyrir sér hversu áreiðanleg birtingarmynd […]

Read More