17.06 – 01.09.2019Angró, Hafnargata, Seyðisfjörður Svissneski listamaðurinn Dieter Roth (1930-1998) á sér langa sögu á Seyðisfirði, enda bjó hann tíðum og vann í bænum mörg síðustu æviár sín.Sýningin nú er enduruppsetning á verkinu Húsin a Seyðisfirði vetur 1988 – sumar 1995 í bryggjuhúsinu Angró þar sem verkið var upphaflega sýnt árið 1995. Verkið samanstendur af rúmlega 800 skyggnumyndum sem sýna hvert hús á Seyðisfirði fyrir sig; annars vegar um veturinn 1988 og hins vegar um sumarið 1995. Björn Roth og Eggert Einarsson aðstoðuðu Dieter við gerð verksins. Dieter Roth og Björn Roth færðu síðan bæjarbúum Seyðisfjarðar verkið til eignar og […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Cheryl Donegan & Dieter Roth
Opnun: 17 júní 2019, kl. 17:00-19:00 í sýningarsal SkaftfellsOpið Þri-Sun, kl. 12:00-18:00 Verk listamannanna Cheryl Donegan og Dieters Roth verða til sýnis í sýningarsal Skaftfells en með sýningunni er velt fyrir sér starfi Dieters Roth sem listamann og útgefanda bókverkaí samhengi við prentuð textílverk og málverk listakonunnar Cheryl Donegan sem býr og starfar í New York.Dieter leit alltaf á bókverk sem heilstætt listaverk. Í fyrstu voru bækurnar hans mjög hefðbundnar með áherslu á geómetríu en síðar meir urðu þær meira dagbókarlegs eðlis auk þess sem hann fór í auknu mæli að nota fundnar myndir og endurnýta myndir úr eigin verkum auk […]