Mánudaginn 25. febrúar kl. 19:30-21:00, Herðubreið. Boðið verður upp á skapandi upplestur listamannanna Kęstutis Montvidas (LT) og Jūra Bardauskaité (LT) sem unnu nýverið saman að verkefninu Atlas Ódysseifs og er innblásið af ljóði Hómers og heillandi erkitýpunni Ódysseifi – hinum víðförla manni. Finna má sameiginlegan þráð með verkefninu og þema Ódysseifskviðu þar sem eyjur eru aðalaðdráttaraflið. Hinn reikandi Ódysseifur mun leiða okkur í gegnum tvírætt samtal um goðsögu. Atlas Ódysseifs mun segja frá flóknu ferðalagi listamannanna við uppgötvun þeirra á aðdráttarafli eyjunnar. Þetta er opið samtal þar sem leikið er með viðtökur hetjuljóða og býður upp á túlkun á viðfangsefninu sem teygir sig […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Safnarar – Vorsýning Skaftfells 2019
Með vorsýningu Skaftfells 2019, Safnarar, er hugmyndin að fá að láni alls kyns söfn frá íbúum Seyðisfjarðar og nærliggjandi svæðum og sýna þau í sýningarsalnum. Allt frá eldspýtustokkum og frímerkjum yfir í ryksugu- eða ritvélasafn. Allt kemur til greina og allir, börn sem fullorðnir, geta verið með. Markmiðið með sýningunni er að gera tilraun til að sýna þverskurð af nærsamfélaginu og skoða að hverju áhugi okkar og sérviska beinist. Vonast er til að söfnin verði eins fjölbreytt og kostur er. Söfnunin stendur yfir á næstu vikum og vonumst við eftir að vera komin með flest söfn í hús um 18. mars. […]