Liðnar sýningar og viðburðir

Lisa Stybor – Flæði tímans

Lisa Stybor – Flæði tímans

Lisa M. Stybor (DE), og Lísa Leónharðsdóttir (IS) / Anna Raabe (DE) / Max Richter (DE) Opin vinnustofa föstudaginn 22. febrúar, kl. 17:00-20:00, 3. hæð Skaftfells, Austurvegi 42. Einn af núverandi gestalistamönnum Skaftfells, Lisa Stybor (DE), mun halda opna vinnustofu og kynna verk í vinnslu í listamannaíbúðinni, 3. hæð í Skaftfelli (gengið inn gallerí megin). Lisa M. Stybor er þýsk listakona, fædd 1953 í Aachen. Hún hefur síðastliðin tuttugu ár heimsótt Ísland til að rannsaka loft, jörð, vatn og eld. Í dag beinir hún athygli sinni að tíma. Hún ber línulegan tíma saman við líðandi stund. Í yfir tuttugu ár […]

Read More

/www/wp content/uploads/2019/02/balls1200x400

Ultima Thule

Atlas Ódysseifs – Kęstutis Montvidas (LT) og Jūra Bardauskaité (LT) Hólminn í lóni Fjarðarár, 15. og 16. febrúar 2019, milli kl. 18:00 og 22:00 Atlas Ódysseifs er heitið á samstarfi listamannanna Kęstutis Montvidas og Jūra Bardauskaité og er fyrirbærið eyjan megin viðfangsefni þeirra. Við dvöl tvíeykisins í Skaftfelli ákváðu þau að rannsaka hið dularfulla eðli eyja og nýta til þess hólmann í lóni Seyðisfjarðar. Á meðan á listahátíðinni List í ljósi stendur munu Atlas Ódysseifs kynna verkið Ultima Thule sem er óræð, gagnvirk ljósainnsetning í hólmanum. Listrænt inntak verksins er að skapa tengingu milli hólmans og Ultima Thule og bjóða […]

Read More