Liðnar sýningar og viðburðir

/www/wp content/uploads/2019/01/gentle landslides2

Foss Editions á Vesturveggnum

24. janúar – 24. mars 2019 Seyðfirska útgáfan FOSS einblínir á fjölfeldi, prentuð og ekki prentuð, í takmörkuðu upplagi eftir alþjóðlega listamenn. FOSS er staðsett á Seyðisfirði og rekið af Litten Nystrøm og Linus Lohmann. Sýning þeirra á Vesturveggnum samanstendur af úrvali af nýlegum og nýjum prentuðum fjölfeldum. Hún mun standa frá 24. janúar til 24. mars 2019 og er aðgengileg á opnunartímum Bistrósins (15:00-21:00).

/www/wp content/uploads/2019/01/cwcourse2 2

Ritsmiðja – Skapandi skrif #2

Vegna fjölda áskoranna hefur verið ákveðið að endurtaka ritsmiðjuna Skapandi skrif undir handleiðslu Nönnu Vibe Spejlborg Juelsbo, rithöfund, blaðamann og ritstjóra, en smiðjan er haldin í samstarfi við Skaftfell.   Nanna hefur rekið Útvarp Seyðisfjörður síðan 2016 og hefur nýlega tekið við sem forstöðumaður Bókasafns Seyðisfjarðar. Í ritsmiðjunni, sem er ætluð 18 ára og eldri, mun Nanna bjóða upp á tilraunakenndan og ljóðrænan leiðangur um tungumálið. Umgjörð smiðjunnar: Á sex vikna tímabili munu þátttakendur hittast einu sinni í viku og kafa ofan í undirdjúp skapandi skrifa. Í hverri kennslustund verður einblínt á sérstakt þema eða viðfangsefni til að rannsaka innan textamiðilsins, […]

Read More