Á miðvikudaginn 28. nóv Dana Neilson (CA) og Tuomo Savolainen (FI) munu sýna afraksturinn af dvöl sinni í gestavinnustofu Skaftfells. Verið velkomin í Herðubreið café milli kl. 16:00 og 18:00 til að hitta listamennina og skoða verkin sem þau eru að vinna að. Dana Neilson hefur í verkum sínum tvinnað saman listum og vísindum í tengslum við efnivið, ferli og hluti sem hún safnar smám saman. Hún sækir sér innblástur úr náttúrunni, í uppruna hráefnis sem finna má í glerjungi og aðdráttarafli sínu gagnvart steinasöfnum. Hún mun setja fram athuganir sínar á fundnu efni (steinum) í formi keramiks sem eru bæði prufur og […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Fosshús – opin vinnustofa
Tónskáldið og listamaðurinn Nathan Hall, frá Bandaríkjunum, býður upp á opna vinnustofu í Brekku (Austurvegi 44b) föstudaginn 23. nóvember kl. 17:00-19:00. Nathan mun umbreyta húsinu í innsetningu sem hann nefnir FOSSHÚS. Á öllum hæðunum þremur mun hann koma fyrir hljóð- og sjónrænum innsetningum sem fela í sér neðansjávar upptökur, myndrænar nótur, vatnslitamyndir og video gjörninga. Öll verkin voru unnin á meðan á dvöl listamannsins stóð í gestavinnustofu Skaftfells og innblásturinn fékk hann frá Dvergasteini, Búðarárfossi, Steinasafni Petru og nýlegu andláti ömmu hans. Tiltölulega dimmt verður í húsinu og til varúðar og til að hljóðinnsetningarnar nái örugglega til eyrna áheyrenda verður aðeins […]