Íslenskt hagkerfi reiðir sig sífellt meira á ferðamannaiðnaðinn sem er vaxandi grein og hefur í för með sér að gengið er á helstu náttúruperlur landsins. Það er því varla lengur hægt að horfa til þessara staða og hugsa um þá sem “hreina náttúru”. Gróðahyggjan hefur náð að sölsa undir sig upplifun okkar á náttúruperlum og þessir staðir liggja undir skemmdum vegna aukins ágangs og skorts á fjármunum eða áhuga til að varðveita þá. Um þessar mundir beinist athyglin að tvíræðninni sem felst í nýtingu og verndun náttúrunnar sem er, vegna hraðrar þróunar í ferðamannageiranum, álitin auðlind eða “eftrisóknarverð eign” en […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Hvít sól
Listahópurinn IYFAC (Inspirational Young Female Artist Club) hefur síðustu mánuði rannsakað tímann sem hugtak og upplifun og samband manneskjunnar við sólina. Við á norðurhveli jarðar búum við þær öfgar að sólin er ekki áreiðanleg klukka, hún færir okkur þó mjúklega inn í árstíðirnar með öfgakenndri birtu og myrkri. Ef við myndum smíða okkar eigin sólarklukku, hvernig liti hún út og hvað myndi hún mæla? Tilvist okkar er samofin tímanum og að einhverju leyti er tímaskynjun innbyggð í vitund mannsins. Frá unga aldri er tímatal þjálfað og snemma gerð krafa um að læra á klukku en hversdagslegur veruleiki okkar er sambland af […]