Allt frá upphafi myndlistar hefur landslag og náttúra veitt myndlistarmönnum innblástur. Nína Tryggvadóttir (1913-1968) og Gunnlaugur Scheving (1904-1972) eru þar engin undantekning. Þrátt fyrir að lykilverk þeirra á sýningunni „Alls konar landslag”, Síldarbátur eftir Gunnlaug og Eyðimörk eftir Nínu, séu ekki dæmi um hefðbundin landslagsmálverk eru þau einhvers konar niðurstaða beggja listamanna eftir áralanga þróun og tilraunir þeirra. Hvorki Gunnlaugur né Nína bundu sig við einn miðil; öll verkin hér eiga þó sameiginlegt að vera í tvívídd en aðferðirnar þó mismunandi, allt frá hefðbundnu málverki, til samklippis og þrykks og skissa. Þegar Nína hóf nám við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Hvít sól: rannsókn á sólarklukku og sumarhimni
Við á norðurhveli búum við þær öfgar að sólin er ekki hin áreiðanlegasta klukka, hún færir okkur þó mjúklega inn í árstíðirnar með öfgakenndri birtu og myrkri. Ef við myndum smíða okkar eigin sólarklukku, hvernig liti hún út? Hvað myndi hún mæla? Fjórar listakonur koma til Seyðisfjarðar um hásumar til að rannsaka sumarhimininn með það verkefni í huga að búa til sólarklukku. Þær munu starfa í viku með allskyns tól að vopni, til skrásetningar og mælinga á sumarhimninum, sem mun vinna inn í rannsókn þeirra að sólarklukkunni. Þriðjudaginn, 17. júlí kl. 18:00, munu þær fremja sólargjörning undir næturhimni. Viðburðurinn er […]