Gestavinnustofa listamanna “samanstendur af tíma, stað og fólki og skapar tækifæri til að styrkja sambönd og mynda djúpstætt samtal við listina og eigin hugmyndir.”1 Í tæplega tvo áratugi hefur Skaftfell rekið gestavinnustofur fyrir listamenn sem hefur getið af sér 250 heimsóknir listamanna. Sumir hafa skilið eftir sig áþreifanlega slóð, aðrir huglæga minningu. Einhverjir hafa komið hingað mörgum sinnum og sumir hafa jafnvel fest hér rætur til frambúðar. Á sýningunni er litið til baka á gestavinnustofustarfsemina ásamt sjónrænni framsetningu úr skjalasafni Skaftfells. Einnig verða til sýnis listaverk eftir núverandi gestalistamenn Jemila MacEwan, Hannimari Jokinen ásamt Joe Sam-Essandoh og Elena Mazzi í […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Farfuglar – málþing
Í tæplega tvo áratugi hefur Skaftfell rekið gestavinnustofur fyrir listamenn sem hefur getið af sér 250 heimsóknir listamanna. Sumir hafa skilið eftir sig áþreifanlega slóð, aðrir huglæga minningu. Einhverjir hafa komið hingað mörgum sinnum og sumir hafa fest hér rætur til frambúðar. Púlsinn verður á þessum mikilvæga hluta starfsemi Skaftfells og efnt til málþing þar sem samstarfsaðilum verður boðið að deila hugmyndum og reynslu í gegnum gestalistamenn Skaftfells í gegnum tíðina. Skoðað verður hvaða þýðingu slík dvöl listamanna hefur fyrir þá sjálfa og í staðbundnu samhengi. Efnt verður til víðara samtals við Austfirðinga sem einnig reka gestavinnustofur og þeim boðið sérstaklega […]