Liðnar sýningar og viðburðir

Opin vinnustofa hjá Eliso Tsintsabadze og Pavel Filkov

Opin vinnustofa hjá Eliso Tsintsabadze og Pavel Filkov

Georgíska listakonan Eliso Tsintsabadze og rússneski listamaðurinn Pavel Filkov eru gestalistamenn Skaftfells í mars og apríl. Laugardaginn 14. apríl opna þau vinnustofu sína, á 3. hæð í Skaftfelli, fyrir gestum og gangandi. Með ljósmyndatækninni kanna Eliso og Pavel tengsl mannsins við umhverfi sitt, auk þess að miðill sjálfur er ígrundaður og hina sterku löngun að skrásetja umhverfi sitt. Um þessar mundir vinna þau saman að verki um skógrækt á Íslandi og eru að þróa sjónræna framsetningu á einföldu landslagi sem er ríkulegt að trjágróðri. Á opnu vinnustofunni verða einnig til sýnis önnur verk í vinnslu, ásamt úrvali af analog ljósmynda aðferðum […]

Read More

/www/wp content/uploads/2018/03/kapall web 2018

K a p a l l

Á sýningunni er varpað ljósi á þær miklu breytingar og framfarir sem samskiptatæknin hefur haft í för með sér. Offlæði upplýsinga og sífellt hraðari samskipti nútímans vekja upp hugleiðingu um kapalinn, – strenginn sem símasamskiptin fóru fyrst um á Íslandi fyrir rúmri öld og kom á land á Seyðisfirði. Flug orðanna á vængjum rafmagnsstraumsins kippir svo að segja burt öllum fjarlægðum og vegalendum milli þeirra, er saman ná að tala gegnum símann, eða skeytum skiftast, og gerir mönnum þannig svo afarmikið hægra fyrir og fljótlegra að koma erindum sínum en vér höfum átt að venjast, að við það verður mýmargt […]

Read More