Liðnar sýningar og viðburðir

/www/wp content/uploads/2018/02/pm akafi 2018

Printing Matter – Ákafi

Síðustu þrjár vikur hefur hópur alþjóðlegra listamanna tekið þátt í þematengdri vinnustofu, „Printing Matter“, þar sem prentun og bókverkagerð eru rannsökuð bæði verklega og hugmyndafræðilega. Leiðbeinandi er danska listakonan og grafíski hönnuðurinn Åse Eg Jörgensen og hefur hópurinn m.a. verið með vinnuaðstöðu á Tækniminjasafninu. Myndlistarkonan Litten Nyström hefur verið þeim innan handar. “Printing Matter” er vinnustofa þar sem áhersla er lögð á að skapa vettvang fyrir þekkingarskipti, samtal og samstarf í tengslum við prentun og bókverk og er þátttakendum uppálagt að deila úr eigin reynslubanka. Í upphafi kynntu allir bakgrunn og fyrri verk auk þess sem hver og einn útbjó og […]

Read More

/www/wp content/uploads/2018/01/lhi dra 2018 860

Allar leiðir slæmar

Sýningin Allar leiðir slæmar er afrakstur námskeiðs sem útskriftarnemar við Listaháskóla Íslands, myndlistardeild, sækja um þessar mundir. Námskeiðið, sem stendur í tvær vikur, er í samstarfi við Dieter Roth Akademíuna og stýrt af Birni Roth og Kristjáni Steingrími Jónssyni. Þau komu í fallegu veðri en áður en langt um leið skall óveður á. Allar leiðir út úr firðinum voru lokaðar. Sum þeirra neyddust til að leita á náðir bæjarbúa sem af góðmennsku sinni lánuðu þeim betri föt. Það verður áhugavert að sjá hvort þessar óvenjulegu aðstæður munu hafa áhrif á viðfangsefni sýningarinnar Allar leiðir slæmar. Í samstarf við: Dieter Roth Akademían, […]

Read More