Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla sýnir verk nemenda sem þau unnu m.a. í tengslum við þema List án landamæra; list fyrir skynfærin. Nemendur unnu með snertingu, áferð, litablöndun, hlustun og hljóm í tengslum við myndsköpun. Einnig verður til sýnis afrakstur verkefnisins Plastfljótið, undir handleiðslu Ólöfu Bjarkar Bragadóttur. Plastfljótið – Listmenntun til sjálfbærni – Þátttökulistsköpun “Markmið verkefnisins er að benda á leiðir um það hvernig má nýta listsköpun til þess að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi sjálfbærrar þróunar og reyna með því að leita leiða til að minnka vistspor okkar hér á jörðu og vernda náttúruna. Með verkefninu er leitast við að vekja […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Útgáfuhóf vegna Valdamiklir menn
Útgáfu á glæpasögunni Valdamiklir menn eftir Jón Pálsson veður fagnað í Skaftfell Bistró laugardaginn 5. nóvember kl. 16:00. Höfundur mun lesa upp úr nýútkominni bók sinni ásamt Sólveigu Sigurðardóttur og Árna Elíssyni. Jón hefur áður sent frá sér ljóðabækur og skáldsögur en Valdamiklir menn er fyrsta glæpasagan hans þar sem spennandi atburðarás fléttast saman við leiðangur um íslensk samfélag 21. aldar. Bókin er gefin út af Höfundaútgáfunni. Viðburðurinn er hluti af Dögum myrkurs.